föstudagur, október 30, 2009

Hádegisæfing 30. okt.

Mættir á mismunandi sérleiðum: Bryndís, Ársæll og Sveinbjörn (Fox), Jói á "Hlemmur/Fell" og Gnarr, Oddgeir, Bjútí og aðal á rólegum miðbæjartúr með tvisti.
Góða helgi! ;)
Sigrún

fimmtudagur, október 29, 2009

Hádegi 29. okt 09

Mættir: Ingunn, Jói steluþjófur og Hin fjögur fræknu, reyndar ekki þau sömu og á þriðjudag heldur höfðu Oddgeir og Anna Dís tekið yfir hlutverk Doksa og Dínu.

H4F tóku 5*kirkjugarðsspretti. Skilyrði að allir sprettir væru undir 60sek, annars yrði að endurtaka sprettinn. Enginn þurfti að endurtaka en ljóst að mörkin verða ekki svona rúm næst.

Þetta var síðast æfing gestaþjálfara þessara viku sem þakkar fyrir sig.

GI

miðvikudagur, október 28, 2009

Hádegi 28. okt 09

Ekki var góð mæting hjá gestaþjálfaranum í dag. Aðeins tveir, þeir Dagur og Guðni tóku Seltjarnarnesið, samtals 10,9K. Huld og Oddgeir misskildu skilaboðin vitlaust, mættu því og seint. Huld kom í leitirnar en Oddgeir ekki. Óli misskildi ekkert og mætti á venjulegum tíma eins og Björgvin og Sveinbjörn sem tóku samæfingu.

Þrátt fyrir slaka mætingu í aðalæfinguna var gestaþjálfarinn beðinn um að starfa út samningstímann sem er út vikuna. Hér kemur vikuáætlunin:

Fimmtudagur: Kirkjugarðabrekkur, lagt af stað frá röð K. Mæting 12:08 við HLL.
Föstudagur: Óvissuferð á léttu nótunum. Mæting 12:08 við HLL.
Laugardagur: Úlfarsfell. 12K, lagt af stað frá Sundlaug Árbæjar 7:45

Guðni I

ps Hver er svo gestaþjálfari næstu viku?

þriðjudagur, október 27, 2009

The Beckoning Silence

Ég mæli með þessari mynd (Youtube fyrsti partur af 8) sem var á RÚV á sunnudagkvöldið.

Dramatísk mynd um fjallgönguleiðangur í Ölpunum.

Kveðja,
Dagur

Hádegisæfing 27. okt 09

Hin 4 fræknu, Búffi, Lastik, Dína og Doksi (undir nöfnum Dags, Guðna, Ásu og Óla) hlupu móti vindi á nýjum óvígðum hjólastíg austur Fossvog. Við skólann var snúið við og tekinn 2,76K á 11:22 tempó (allir saman).

Sveinbjörn fór Skógræktarhring og Ingunn var með come back ásamt því sem hún gerði, að eigin sögn, kynþokkafullar æfingar í Öskjuhlíðinni.

Á morgun verður lagt af stað kl 12:01 og hlaupnir 10K út á Seltjarnarnes.

Dagurinn í dag og á morgun í boði gestaþjálfara klúbbsins.

Guðni I

mánudagur, október 26, 2009

Hádegisæfing 26. okt

Mættir: Dagur, Guðni, Ársæll, Sveinbjörn, Jói, Sigurgeir og JGG.
Það voru nokkrar leiðir í boði og frjálst val í tempó. Einhverjir fóru Hofs, sumir Suður og aðrir sér. Flestir voru á rólegu nótunum.

Kv. Sigurgeir

sunnudagur, október 25, 2009

Um hvatningu í keppnishlaupum

Vegna nokkurra ábendinga og fjölda áskorana hef ég ákveðið að birta lista yfir viðeigandi- og óviðeigandi hvatningarhróp/óp sem ber að fylgja eða varast hyggist viðkomandi stilla sér upp sem áhorfandi við keppnisbraut, þar sem fram fer hlaupakeppni. Best er að gefa út skýrar línur til viðmiðunar fyrir þá sem hyggjast sérhæfa sig í öðru en t.d. því að hlaupa sjálft keppnishlaupið, s.s. að standa við braut og hvetja. Tökum dæmi:

Óviðeigandi:
Flott, klára þetta. 1 km eftir!
Keyra svo, flott þetta!
Negla á þetta, þetta er að verða búið!
Láti félagsmaður þessi hvatningarhróp frá sér eða verði einhver vitni að því að hann geri slíkt er hinn sami orðinn sekur um algert kunnáttuleysi og vanhæfni í hvatningu. Þetta sér hver heilvita maður!

Viðeigandi:
Brostu, þú valdir þetta!
Þú ert flott/flottur-lítur vel út!
Flott þetta, þú rúllar vel!

Stundum er óþarfi að benda á hið augljósa en í þessu tilfelli reyndist það nauðsynlegt og verður vonandi öðrum félagsmönnum leiðbeining eða hið minnsta víti til varnaðar þegar kemur að hvatningu meðhlaupara í keppnishlaupi. Sá sem þetta ritar er hinsvegar búinn með sitt síðasta kall í braut og snýr sér óhindrað að öðrum uppbyggilegri verkefnum.

Góðar stundir,
Sigrún Birna Norðfjörð
ritari IAC

laugardagur, október 24, 2009

Haustmaraþon

Haustmaraþon félags maraþonhlaupara fór fram í morgun við kjöraðstæður, logn, milt veður og sólin kíkti fram úr skýjunum eftir sem leið á morguninn.

Skráðir til keppni voru Sigurgeir ásamt eiginkonu sinni Ásu, en þau tóku jafnframt þátt í parakeppninni og undirritaður. Gekk öllum vel. Einnig hljóp Jakobína nokkur á nýju persónulegu meti, en hún starfar hjá Iceland Travel og æfir dags daglega með Árbæjarskokki. Hún er nýjasti meðlimur klúbbsins.

1:40:41 Sigurgeir Már Halldórsson
1:40:43 Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir
1:31:09 Dagur Egonsson
1:45:30 Jakobína Guðmundsdóttir

Hér ber einnig að nefna þau heiðurshjón Sigrún og Oddgeir (sem hljóp með) ásamt Huld sem fylgdust með hlaupinu og hvöttu þátttakendur með jákvæðum og hnitnum hvatningarorðum.

Kveðja,
Dagur, Formaður

föstudagur, október 23, 2009

Hádegisæfing 23. október

Mættir: Ársæll á eigin vegum um gróðurlendur Fox, Sveinbjörn á sérleið, Oddgeir og Sigrún á bæjarrúnti m.m. þar sem þau hittu Kanaríeyjabúa sem ólmir vildu fá þau til eyjanna að "chilla", ókeypis. Hver er svona vinsæll hjá útlendingum: "Essasú"? Jæja, en tókum samt 1k hraðaukningu (SB) en Odd tók tvær svoleiðis, enda einn af lykilmönnum í ASCA úrtaki. Rigningarúði en þokkalegt logn og allt að gerast.
Góða helgi,
Sigrún
P.S. Þeir sem ætla í haustþonið á morgun, í Guðs bænum reynið að standa ykkur, svona einu sinni!

fimmtudagur, október 22, 2009

Hádegisæfing 22. október

Mættir í yndislegu veðri: Dagur (sjóðheitur á kantinum), Fjölnir FH-ingur, Jói í Brekku, Óli umbi, Odd-gear, Bjöggi bjútí (með sítengt súrefni) og Sigrún aðalritari. Fórum rólega Suðurgötu en úrvalsdeildin fór að auki nokkra útúrdúra á töluverðum hraða. Jói var í brekkum en SB og BB voru í rólegu og rómantísku. Nú stefnir í fantagóða þátttöku í ASCA í Frankfurt og enn eru keppendur að tínast inn og algjört "deadline" er í fyrramálið , en þá tilkynnir ÓB liðið til staðarhaldara.
Alls um 8-8,5 K
Kveðja,
Sigrún

Hér eru fínar pöntunarsíður fyrir kaupfíkla á leið til USA, ef vill:

www.eastbay.com Íþróttir, fatnaður og fl.
www.rei.com Allar íþróttir, jaðar og fl. GPS, skíði og stuff
www.amazon.com Allt sem hugurinn girnist

miðvikudagur, október 21, 2009

Hádegisæfing 21. okt

Mættir: Dagur, Sigurgeir, Laufey, Sveinbjörn, Jói og Ása.
Það voru þrjár leiðir í boði í dag: Hofsvallagata, Suðurgata og Sérgata. Jói fór Suður, Laufey og Sveinbjörn Sér og rest Hofs. Það var rólegur dagur hjá flestum eftir erfiða æfingu í gær og svo getur verið að sumir ætli í haustmaraþon FM á laugardaginn. Ása þurfti að taka perrann þar sem hún var ekki á æfingu í gær.

Kv. Sigurgeir

KLM ROAD RUNNERS CHAMPIONSHIPS

Eftirfarandi tilkynning barst frá KLM gegnum félaga vor Jens Bjarnason. Spennandi tilboð, væri gaman að skjótast korter í jól og hlaupa á ströndinni í Zandvoort - einhverjir með?:

SATURDAY 19 December 2009 at beach and boulevard of Zandvoort.

Dear Colleagues,
You are hereby invited for the KLM Road Runners 2009 beach championships. The location of the beach run is beach restaurant Riche (www.richezandvoort.nl ) at the Zandvoort Boulevard about 20 km west of Schiphol airport.
The race distances this year are 5Km and 10Km. The start of our event is at 12:00 and the start of both races is at 13:00 at the F1 race-circuit of the Zandvoort. http://www.circuit-zandvoort.nl/
5Km route via this link: http://www.afstandmeten.nl/index.php?id=315890 10Km route via this link: http://www.afstandmeten.nl/index.php?id=315891 There are awards for male seniors and masters, female seniors and masters on both distances. Every finisher will receive a special KLM Road Runners souvenir.
Every runner takes part in a lottery with many fine prices. The award’s ceremony starts at 5 PM. After the ceremony there will be free pancakes for all runners and supporters.
Public transport from the Airport Schiphol will take you to the beach restaurant Riche (they have there own busstop) and it runs via the city of Haarlem trainstation. (see below), we will try to have people at the Airport to pick you up and escort to the beach restaurant on the beach.
Please register via http://www.klmrri.nl/index300509.php?pagina=Zandvoort2009
Met vriendelijke groeten / kind regards,
Frank Jegers KLM Road Runners WWW.KLMRRI.NL

þriðjudagur, október 20, 2009

ASCA cross country FRA

Fáir hafa skráð sig til leiks í ASCA keppnina í Frankfurt en ef einhverjir finna fyrir brennandi þrá og löngun til að slást í föngulegan hóp keppenda Icelandair eru hinir sömu beðnir um að hafa samband við Ólaf Briem á netfangið oli@icelandair.is hið fyrsta. Skráningarfrestur til mótshaldara rennur út 23. október, sbr. tengil. Ólafur Briem er nú tengiliður okkar í þessum málum, sem og fararstjóri.
Kveðja,
stjórn IAC

Hádegisæfing 20. október

Mættir á alþjóðlega beinverndardaginn: Sveinbjörn von And, Óli fararstjóri, Dagur nærbuxnaperri, Cargo-systurnar, Fjölnir og Geiri smart, Huld hin hógværa, Oddgeir five times, Hössi roadrunner og Sigrún, frá samtökum minnissjúkra og flensusmitaðra. Æfing dagsins var í höndum sérfræðings (Hössa) og er það vel, en það er einmitt eitt af metnaðarfullum markmiðum nýrrar stjórnar að fá gestaþjálfara til æfingastjórnunar. Farið var vestur í bæ (Kapla/Hofs) og teknir 4*4 mín. hraðakaflar með 1,5 mín. labbi á milli í afbragðsgóðu veðri. Einn úr hópnum þurfti að sanna tilverurétt sinn í ASCA úrtakinu og tók sá hinn sami 5 endurtekningar. Hann er því hér með kominn í liðið, hyggist hann gefa kost á sér í það.
Heildarvegalengd á bilinu 7,8-9,3 K
Kveðja,
Sigrún

föstudagur, október 16, 2009

Hádegisæfing 16. október

Guten tag. Í dag voru mættir Jói, Innri, Briem-arinn (þó ekki Gulli) og Bjútíð. Var boðið upp á brekkuhlaup í Öskjuhlíð og Fossvogskirjugarði þar sem veður var óhagstætt til bæjar-spretta og valhoppa á Austurvelli. Jói og Bjútí fóru í það, Innri var seinn fyrir og fór á séræfingu á svipuðum slóðum en meistari Briem tók 2000 "karate armbeygjur" og 3000 "Kung-fu" magaæfingar áður en hann fór á Meistaravelli og hljóp í lága drifinu með vindinn í fangið alla Ægissíðuna. Djöfuls dugnaður það.
Vegalengdir verða ekki uppgefnar að þessu sinni af því að allir voru uppgefnir eftir að hafa hlaupið sínar vegalengdir......

Yfir og út.
Bjútí

fimmtudagur, október 15, 2009

ASCA cross country í Frankfurt 7. nóvember

Ágætu félagar.
Ákveðið hefur verið að senda lið frá IAC til Frankfurt í ASCA keppnina sem fram fer þann 7. nóvember nk. að því gefnu að næg þátttaka fáist. Um er að ræða lið með 6 körlum (+ 1 varamanni) og 3 konum (+1 varamanni). Til hliðsjónar við val keppenda er úrtökumótið frá 1. október, síðasta Powerade vetrarhlaup (8. okt.) eða nýlegur opinber keppnistími. IAC styrkir hvern keppanda um kr. 100 evrur og hefur milligöngu með útgáfu farseðla sem STAFF greiðir að fullu. Að neðan eru upplýsingar frá mótshöldurum með nánari upplýsingum en við erum að horfa á "pakka" frá Lufthansa sem felur í sér 2ja nátta gistingu með öllu. (feitletrað að neðan)


Hér er ASCA tengill með dagskrár og hótelupplýsingum.


Þeir sem ætla í keppnina eru beðnir um að skrá sig í "comments" hér á síðunni með fullu nafni og kennitölu eigi síðar en 19. október. Einnig að tilgreina nafn og kennitölu maka/fylgdarmanns, hyggist hann fylgja viðkomandi keppanda. Keppandi greiðir að fullu allan kostnað fylgdarmanns.


Hér eru upplýsingar frá Paul Beck, Lufthansa:
"We are looking at a start time of 10 a.m. for the ladies, and 10:45 a.m. for the men. An earlier start is impossible because it will be too dark (to finish the preparations on time) and a later one will be a problem as we are planning a course in the forest, parts of which will be along public paths (not paved). I know my next suggestion is a toughie - our first 2 flights on the 7th arrive here at 8:55 and 9:40, another thing is that the FRA_LON vv flights usually have delays for whatever reasons and don't forget we also have foggy days in Nov. here. Aer Lingus have asked the same. What we are looking at are the following options for the package:


Hotel 2 nights - 'all inclusive' - plus roughly 120 EUR package (þetta er pakkinn)
Hotel 1 night Saturday - 'all inclusive' - hotel plus roughly 120 EUR package (for those that have very early flights on the 7th)
Hotel 1 night Friday - the race + snack + transport minus dinner - plus roughly 80-95 EUR package.

The package costs will be influenced by the no. of particpants. Hope that helps, we need to know who will be staying Sat. for dinner. At the moment IB and SK seem to have have full teams, EI are interested as are Finnair. OS are trying as well (Ulrike it may be an option for you as your flights are in very early). Attn. all: pls remember to book with the hotel directly, more infos regarding the package will follow shortly.

RegardsPaul"


Kveðja,
IAC

Hádegisæfing 14. október

Biðst afsökunar á því hversu seint þessi færsla berst, en undirritaður sagði að æfingin yrði blogguð þegar hjartsláttur og andardráttur kæmist í eðlilegt horf. Það var sem sagt að gerast í dag 15. okt um kl. 17:30. M.ö.o. Mættir voru Guðni, Hössi, Bjútí og Jói. Jói fór einn í öskjuhlíðina (á eigin ábyrgð) en Bjútí drattaðist á eftir Guðna og Hössa tvo hringi um Öskjuhlíð og Fossvogskirkjugarð en var þó ekki skilinn eftir þar sem einn af íbúum garðsins að þessu sinni.
Als hlaupnir einhverjir 7,5 Km.
Kv. Bjútí

Hádegisæfing 15. október

Mætt voru: Huld, Jens (af öllum mönnum), Jói, Oddgeir og Óli.

Jens og Oddgeir fylgdu Huld í Fossvoginn. Jói og Óli voru í skóginum, hvor á sínu rólinu þó. Fínasta veður þrátt fyrir sunnan goluna.

Kveðja, -jb

þriðjudagur, október 13, 2009

Hádegisæfing 13. október

Mættir: Sveinbjörn, Dagur, Kalli, Fjölnir, Huld og Laufey úr Cargo (komin aftur!)
Sveinbjörn og Laufey voru á sérleið en aðrir fóru hefðbundna Hofsvallagötu og sumir með tempóívafi, Huld hélt svo för áfram meðan aðrir beygðu heim við Nauthól. Eftir hlaup vöktu sérstaka athygli fjörugar umræður um kvennamál stuttbuxnakallsins :)

Fjölnir

mánudagur, október 12, 2009

Hádegisæfing 12. okt

Mættir: Sveinbjörn, Sigurgeir, JGG, Dagur, Ása, Bjútí og Jói. Í boði var Hofsvallagata, Suðurgata og sérgata. Þetta var rólegur mánudagur hjá öllum...skemmtun helgarinnar sat greinilega í sumum.

Kv. Sigurgeir

Ný stjórn

Á aðalfundi IAC sl. föstudag var kjörin ný stjórn skokkklúbbsins. Í henni sitja:
Ársæll (Icelandair), Dagur (Icelandair), Fjölnir (Icelandair Cargo), Sigrún (Icelandair) og Sigurgeir (Icelandair Cargo). Ný stjórn þakkar fráfarandi stjórnarmönnum vel unnin störf og fagnar nýju starfsári, ásamt því að bjóða nýja stjórnarmeðlimi velkomna til starfa.
Kveðja.
IAC

sunnudagur, október 11, 2009

Eftirmáli

Gráðugur halur,
nema geðs viti,
etur sér aldurtrega.
Oft fær hlægis
er með horskum kemur
manni heimskum magi.
Hjarðir það vitu

Kveðja,
aðalritari

föstudagur, október 09, 2009

Hádegisæfing 9. október

Brjálað veður í dag og 4 mættir: Jói (að hluta á eigin vegum), Óli, Odd-gear og Sigrún. Fórum í skógarhlaup og þar fóru Óli og Oddurinn 4 tempóhringi á nýja bláa en Sigrún druslaðist hringina m.m. sem veikinda post-Powerade recovery. Sameinuðumst síðan öll í síðasta hring og heim á hótel.
Alls milli 6 og 7 K
Kveðja,
Sigrún

þriðjudagur, október 06, 2009

Hádegisæfing 6. okt 2009

Þessir hlupu Suðurgötuna:

Fjölnir og Sigurgeir

Huld, Oddgeir, Höskuldur, Guðni og Björgvin

Sveinbjörn og Jóhann

Karl og Sigurður

í fjórum hollum. Sumir skiptu reyndar um holl á miðri leið.

GI

mánudagur, október 05, 2009

Hádegisæfing 5. október

Góð mæting í dag: Hössi, Dagur, Guðni, Sigurgeir (bikarmeistari), Huld, Siggi, Jói, og Sveinbjörn eða (3 Musketeers á sérleið) og Sigrún (á allt annari leið). Venjulegir fóru á Miklatún og tóku 3 tempóhringi á grasinu (sumir allavega) en óvenjulegir fóru eitthvað allt annað. Kalt var í veðri og segja fagaðilar að toppmæting verði á fimmtudag í 1. Powerade hlaupi vetrarins þrátt fyrir umtalsverða hækkun skráningargjalda, þvert á stöðu efnahagslífs þjóðarbúsins. Maður grætur sárt vegna þessa og fylgir þar fordæmi fyrrverandi bankastjóra nokkurs, sem hágrét (að eigin sögn) af svipuðu tilefni.
Alls 7,5 K
Kveðja,
Sigrún (núverandi aðalritari)

föstudagur, október 02, 2009

Hádegisæfing 2. október

Það voru Bjútí, Guðni, Dagur, Jói og Tommi Inga sem voru mættir í blíðunni í dag til að spretta úr spori. Jói og Tommi fóru í Öskjuhlíðina en IT-þrenningin (höfum allir unnið í IT-deild) fór undir leiðsögn Guðna í "freaky friday" áleiðis í Sóltún í Smith & Norland að ná í gorm fyrir sápuhólfið á uppþvottavél konunnar hans Guðna. Þaðan var farin mjög svo vafasöm leið um bakstíga bæjarins (engar aðalgötur) áleiðis á Skólavörðustíginn. Til að gera langa sögu stutta var hlaupið þangað sem sólin aldrei skín eða m.ö.o. þangað sem "Garmininn" missir samband....(sem er nánast freak-out moment hjá hlaupa-njörðum). Allt fór þetta nú vel að lokum þó svo að undirritaður hafi verið farinn að leita eftir gömlum strætómiðum í öllum vösum fyrir heimferð.
Hlaupnir voru svonahérumbil 7,5-8,0 Km.

í guðs friði,
Steypireyðurin(n)

Uppskeruhátíð

Ágætu viðtakendur! 
  
Smávægileg breyting er á skipulagningu 10. okt. 
Dagskrá er eftirfarandi: 

Kl. 13.00   Mæting á HL þaðan sem okkur verður ekið á Hellisheiðina.  Þar verður okkur hleypt út við Hverahlíð þar sem væntanlega verða tvær af þremur öflugustu borholum norðurhvels jarðar í fullum blæstri.  Þaðan göngum við yfir Hellisheiðina í átt að virkjun, skoðum á leiðinni fornan hlaðinn skíðastökkspall og rústir af bæjarstæði.  Göngum svo niður Hellisskarðið niður í virkjun.  Ekki gleyma að klæða sig eftir veðri og hafa góða skó.  Í virkjuninni fáum við leiðsögn, áður en við sökkvum okkur í léttar veitingar. 
Þaðan verður ekið til byggða. 


Kl. 13.30  - 15.00  Létt ganga, ein til ein og hálf klst. 

Kl. 15.00 - 16.00   Virkjun skoðuð 

Kl. 16.00 - 17.00   Léttar veitingar 

Kl. 17.00 - 17.30   Akstur á HL 

Kl. 19.00 mæting á Langholtsveg 170 þar sem FI - SKOKK býður í mat og drykk 
  
Aðalfundur með stjórnar - og lagabreytingum  verður að málsverði loknum. 
  
Vegna sætafjölda í rútu er nauðsynlegt að vita hve margir koma með á Hellisheiðina. Vinsamlega staðfestið í pósti til: anna.dis@simnet.is
Kv. Anna Dís 

Úrtökumót

ASCA úrtökumótið fór fram í gær í Öskjuhlíðinni. Þátttakendur voru 4 karlar og 1 kona. Karlar hlupu 4 hringi og konur 2 hringi, en vegalengd hvers hrings er 1,75 KM.

Sýndir eru tímar hvers hrings - Heildartími - og tími í úrtökumóti 2008.

Tímaverðir voru Jóhann Úlfarsson og Sveinbjörn Egilsson.

Úrslit - Karlar: heildartími (hringir) tími 2008
1. Dagur Egonsson 28:15 (07:01-06:58-07:14-07:02) 28:59
2. Klemenz Sæmundsson 29:57 (07:16-07:39-07:39-07:33) 29:00
3. Ólafur Briem 30:57 (07:31-07:53-07:56-07:37) 31:40
4. Sigurður A. Ólafsson 40:43 (09:10-09:50-10:46-09:57) NA

Úrslit - Konur
1. Anna Dís Sveinbj. 18:37 (09:10-09:27) 17:18